Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2022 17:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM: Mbappe skaut Frökkum áfram í 16-liða úrslitin
Mynd: EPA

France 2 - 1 Denmark
1-0 Kylian Mbappe ('61 )
1-1 Andreas Christensen ('68 )
2-1 Kylian Mbappe ('86 )


Frakkland tryggði sér sæti í 16 liða úrsitum með sigri á Danmörku í kvöld.

Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri háfleik en Frakkar voru mun líklegri og þá aðallega Kylian Mbappe. Danir reyndu að nýta skyndisóknir en gekk illa að skapa sér góð færi.

Mbappe braut loksins ísinn á 61. mínútu, hann átti þá skemmtilegt samspil við Theo Hernandez sem endaði með því að Mbappe setti boltann í netið.

Aðeins sjö mínútum síðar fengu Danir hornspyrnu og Andreas Christensen skallaði boltann í netið og jafnaði metin.

Mbappe var hins vegar ekki búinn að segja sitt síðasta. Hann skoraði sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka, Antoine Griezmann átti þá fyrirgjöf á fjarstöngina og Mbappe setti lærið í boltann og tryggði Frakklandi stigin þrjú.

Frakkar eru því með fullt hús stiga á toppnum eftir tvær umferðir en Danir í 3. sæti aðeins með eitt stig og fara í úrslitaleik við Ástralíu um sæti í 16 liða úrslitum í síðustu umferðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner