Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
banner
   mið 26. nóvember 2025 10:08
Elvar Geir Magnússon
Cucurella var með Yamal í vasanum - „Þú ert skítaútgáfan af Estevao“
Marc Cucurella og Lamine Yamal í leiknum í gær.
Marc Cucurella og Lamine Yamal í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Spænski bakvörðurinn Marc Cucurella hjá Chelsea er hlaðinn lofi fyrir frammistöðu sína í 3-0 sigri Chelsea gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gær. Hann hélt ungstirninu Lamine Yamal algjörlega niðri.

„Þú ert bara skítaútgáfan af Estevao“ heyrðust stuðningsmenn Chelsea hrópa að Yamal en brasilíska ungstirnið Estevao hjá Chelsea skyggði heldur betur á Yamal í leiknum.

Wayne Rooney, sem var sérfræðingur á Amazon Prime, er meðal þeirra sem hrósa Cucurella í hástert fyrir það hvernig hann kæfði einn besta leikmann heims.

„Cucurella kom með bestu kennslustund sem hægt er að fá um það hvernig eigi að höndla Lamine Yamal. Cucurella var algjörlega magnaður, þetta var besta frammistaða sem ég hef séð frá vinstri bakverði í ansi langan tíma," segir Rooney.

Cucurella, sem er einn besti bakvörður Evrópuboltans, var valinn maður leiksins en Chelsea lyfti sér upp í fimmta sæti Meistaradeildarinnar með sigrinum. Börsungar eru í fimmtánda sæti Meistaradeildarinnar eftir þennan skell.
Athugasemdir
banner
banner