Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 10:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juan Guardia yfirgefur Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski varnarmaðurinn Juan Guardia verður ekki áfram hjá Þór, samningur hans, sem átti að renna út eftir næsta tímabil, er úr gildi.

Juan er 23 ára og uppalinn hjá Atletico Madrid. Hann getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður.

Hann kom til Íslands fyrir tímabilið 2024 og hjálpaði Völsungi að vinna 2. deildina í fyrra.

Hann samdi svo við grannana í Þór og hjálpaði liðinu að vinna Lengjudeildina í sumar, skoraði þrjú mörk í 16 leikjum í deildinni í sumar og lagði upp tvö.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net vill Juan spila áfram á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner