Á hverjum degi skyggnumst við inn í slúðurheima í boði Powerade. Arsenal hefur áhuga á miðjumanni Elche, Roma vill Zirkzee lánaðan og City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo.
Arsenal er á eftir spænska miðjumanninum Rodrigo Mendoza (20) sem er hjá Elche. Hann er með 17,5 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Telegraph)
Manchester United vill kaupa nýjan miðvörð næsta sumar en vill þó fá Harry Maguire (32) til að gera nýjan samning á Old Trafford. (Teamtalk)
Roma hefur áhuga á að fá hollenska sóknarmanninn Joshua Zirkzee (24) lánaðan frá Manchester United í janúarglugganum. (Il Messaggero)
Riftunarákvæði ganverska framherjans Antoine Semenyo (25) hjá Bournemouth mun lækka úr 65 milljónum punda í janúarglugganum í aðeins lægri upphæð næsta sumar. Sú upphæð er þó ekki undir 50 milljónum punda. (Telegraph)
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur áhyggjur af því hvað City reiðir sig mikið á norska markahrókinn Erling Haaland (25). Hann íhugar að keppa við Liverpool um að fá Semenyo frá Bournemouth. (TalkSport)
Enski miðjumaðurinn Jack Hinshelwood (20) hjá Brighton er meðal leikmanna sem Nottingham Forest hefur áhuga á að bæta við hóp sinn í janúar. (Mail)
West Ham vill losa Niclas Fullkrug (32) algjörlega í janúar og vill nota peninginn sem mun fást fyrir þýska sóknarmanninn í einn eða tvo nýja sóknarmenn. (Florian Plettenberg)
West Ham hefur áhuga á hinum tröllvaxna Promise David (24) sem er 1,96 metrar á hæð og spular fyrir Union Saint-Gilloise. Kanadíski landsliðsmaðurinn gæti verið falur fyrir aðeins 17 milljónir punda. (GiveMeSport)
Sunderland og Brentford hafa áhuga á mexíkóska sóknarmanninum Santiago Gimenez (24) hjá AC Milan. (Calciomercato)
Real Madrid hyggst nýta sér endurkaupsákvæði fyrir argentínska miðjumanninn Nico Paz (21) hjá Como næsta sumar. Ákvæðið verður ekki virkt í janúar. (Fabrizio Romano)
David Moyes vill halda enska miðjumanninum James Garner (24) hjá Everton. Manchester United, Aston Villa og Nottingham Forest hafa áhuga á honum en samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Talksport)
AC Milan vill hefja viðræður að nýju við franska markvörðinn Mike Maignan (30) um nýjan samning. Juventus og félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir


