Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
banner
   mið 26. nóvember 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe kemur Pope til varnar - „Hefur oft bjargað okkur"
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Marseille í Meistaradeildinni í gær.

Harvey Barnes kom Newcastle yfir en Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvennu og tryggði Marseille sigurinn.

„Þetta var sérstaklega sársaukafullt tap. Við komum okkur í góðar stöður og spiluðum vel í fyrri hálfleik. Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik fóru með þetta," sagði Howe.

Nick Pope fór í skógarferð í upphafi seinni hálfleiks og Aubameyang var á undan í boltann og skoraði fyrra markið úr mjög þröngu færi.

„Ég hef áhyggjur þegar við fáum á okkur mark sama hverjum er um að kenna. Hann hefur oft bjargað okkur, hann átti tvær mjög góðar vörslur gegn Man City fyrir tveimur dögum síðan. Þetta er lif markmannsins en ég stend klárlega við bakið á honum," sagði Howe.
Athugasemdir
banner
banner