Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
banner
   mið 26. nóvember 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bart Kooistra yfirgefur HK (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: HK
HK hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að Bart Kooistra muni ekki spila með liðinu næsta sumar.

Hann er 24 ára gamall hollenskur framherji sem gekk til liðs við félagið síðasta sumar. Hann kom við sögu í 10 leikjum í Lengjudeildinni og skoraði tvö mörk.

Hann kom inn í liðið af krafti og heillaði með vinnusemi og dugnaði.

„Við þökkum Bart kærlega fyrir hans tíma í Kórnum og óskum honum velfarnaðar í næstu verkefnum. Vertu ávallt velkominn í Hlýjuna!" Segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner