Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. janúar 2021 19:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olympiakos vann í Íslendingaslag - Óvænt tap hjá AZ
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir PAOK þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Olympiakos í Íslendingaslag í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleiknum setti Olympiakos í hæsta gír og skoraði þrjú mörk. Ögmundur Kristinsson var ekki í hóp hjá Olympiakos í kvöld.

Það þarf mikið til þess að Olympiakos verði ekki meistari í grísku úrvalsdeildinni. Liðið er núna með tólf stiga forystu á toppnum. PAOK er í fjórða sæti deildarinnar með 36 stig.

Theódór Elmar Bjarnason kom inn á sem varamaður á 72. mínútu þegar Lamia vann Apollon Smirnis 1-0. Þetta var annar sigur Lamia á tímabilinu en liðinu hefur gengið vel eftir að Theódór Elmar kom til félagsins en Lamia hefur ekki tapað í síðustu þremur leikjum sínum og er núna komið af botninum.



Albert spilaði í óvæntu tapi
Í hollensku úrvalsdeildinni byrjaði Albert Guðmundsson fyrir AZ Alkmaar þegar liðið tapaði óvænt á heimavelli gegn Willem II.

Albert spilaði 72 mínútur í leiknum en stuttu áður en hann fór af velli, þá hafði Willem II skoraði það sem reyndist eina markið í leiknum. AZ er í fjórða sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner