Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. febrúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Maður handtekinn fyrir að hakka sig inn í tölvupóst Guardiola
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Þrítugur maður hefur verið handtekinn en hann er sakaður um að hafa hakkað sig inn í tölvu Pep Guardiola, stjóra Manchester City, og nálgast trúnaðarupplýsingar.

Manninum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur en málið er í rannsókn.

The Sun birti viðtal við manninn sem sagðist hafa hakkað sig inn í tölvupóst Guardiola og séð þar upplýsingar um leikmenn og félagaskipti.

Maðurinn ku hafa reynt að fá 100 þúsund pund út úr Guardiola fyrir að láta upplýsingarnar ekki af hendi.

Maðurinn starfaði áður hjá Manchester City og það hjálpaði honum að komast inn í tölvupóstinn hjá Guardiola.
Athugasemdir
banner