Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 27. febrúar 2021 15:35
Victor Pálsson
Man City mun ekki jafna met Chelsea - Fengu á sig mark í dag
Mynd: Getty Images
Það er ljóst að Manchester City mun ekki jafna met Chelsea sem liðið setti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004/2005.

Chelsea vann þá deildina undir stjórn Jose Mourinho og fékk aðeins á sig 15 mörk í allri keppninni sem er ótrúlegur árangur.

Vörn Man City hefur verið frábær á þessari leiktíð en liðið fékk á sig eitt mark í 2-1 sigri á West Ham á Etihad í dag.

Bláliðar hafa nú fengið á sig 16 mörk í 26 leikjum sem er marki meira en Chelsea fékk á sig fyrir um 16 árum síðan.

Það eru þó líkur á að Man City endi með betri markatölu en Chelsea skoraði 72 mörk það tímabil og fékk á sig eins og áður sagði 15.

Pep Guardiola og hans menn hafa skorað 52 mörk en aðeins Manchester United hefur skorað fleiri eða 53.
Athugasemdir
banner
banner
banner