Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. apríl 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Hallbera hefur alltaf verið mikil fyrirmynd"
Hallbera Guðný Gísladóttir, 118 landsleikir og þrjú mörk.
Hallbera Guðný Gísladóttir, 118 landsleikir og þrjú mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug í landsleik gegn Ítalíu
Áslaug í landsleik gegn Ítalíu
Mynd: Getty Images
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir lék á dögunum sinn þriðja og fjórða A-landsleik þegar hún lék gegn Ítalíu í vináttulandsleikjum.

Áslaug verður tvítug í sumar og hafði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður landsliðsins, þetta að segja á blaðamannafundi á dögunum:

„Mér finnst hún frábær leikmaður. Við erum svolítið svipaðir leikmenn. Hún er framtíðin í þessu liði. Við viljum báðar spila og ég tel að við getum það báðar. Ef hún spilar þá bakka ég hana 100% upp en ég vil að sjálfsögðu halda áfram að spila."

Fréttaritari spurði Áslaugu um þessi orð Hallberu og samkeppnina við hana.

Samkeppnin við Hallberu. Hvernig var að heyra þessi orð frá þessum reynslubolta? Hvernig er að vera í samkeppni við Hallberu? Verið einhver fyrirmynd?

„Það er ótrúlega gaman að heyra hana segja þetta, Hallbera hefur alltaf verið mikil fyrirmynd. Það er mjög gaman að veita Hallberu smá samkeppni en ég held að það geri okkur báðar að betri leikmönnum fyrir vikið," sagði Áslaug.

Hefur hún kennt þér eitthvað í gegnum tíðina?

„Hallbera hefur nú þegar kennt mér margt og ég vona að ég fái tækifærið til að halda áfram að læra af henni. Hún er frábær leikmaður og karakter," bætti Áslaug við.

Hallbera verður 35 ára í haust, hún á að baki 118 landsleiki. Hún er í dag leikmaður AIK í Svíþjóð.

Sjá einnig:
Vandræði með púls og eftirköst Covid í fyrra - „Sigga Beinteins er átrúnaðargoðið mitt"
Athugasemdir
banner
banner
banner