Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 20:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Markalaus og Íslendingalaus slagur í Augsburg
Alfreð er enn að glíma við meiðsli.
Alfreð er enn að glíma við meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári var einnig fjarri góðu gamni.
Samúel Kári var einnig fjarri góðu gamni.
Mynd: Mirko Kappes
Markalaust jafntefli var niðurstaðan í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var reyndar nú Íslendingaslagur án Íslendinga þar sem hvorki Alfreð Finnbogason né Samúel Kári Friðjónsson spiluðu.

Alfreð og Samúel Kári eru báðir að glíma við meiðsli, en vonandi er að þeir snúi aftur fljótlega. Eftir markalausa jafnteflið í kvöld Augsburg í 12. sæti með 31 stig, en Paderborn á botninum með 19 stig. Útlitið er alltaf að verða svartara og svartara fyrir Paderborn.

Schalke tapaði þriðja leiknum í röð eftir að boltinn í Þýskalandi fór aftur af stað. Í kvöld var niðurstaðan 2-1 tap gegn fallbaráttuliði Fortuna Dusseldorf. Schalke er í níunda sæti, en Dusseldorf í 16. sæti. Liðið sem endar í 16. sæti fer í umspil við liðið í þriðja sæti í B-deild um sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

Það fóru tvö rauð spjöld á loft þegar Hoffenheim vann 3-1 sigur á Köln, og þá skildu Mainz og Union Berlín jöfn.

Stigatöfluna í þýsku úrvalsdeildinni má sjá hérna.

Hoffenheim 3 - 1 Koln
1-0 Christoph Baumgartner ('11 )
2-0 Christoph Baumgartner ('46 )
3-0 Steven Zuber ('48 )
3-1 Florian Kainz ('60 )
Rautt spjald: Sebastiaan Bornauw, Koln ('26), Benjamin Hubner, Hoffenheim ('50)

Fortuna Dusseldorf 2 - 1 Schalke 04
0-1 Weston McKennie ('53 )
1-1 Rouwen Hennings ('63 )
2-1 Kenan Karaman ('68 )

Augsburg 0 - 0 Paderborn

Union Berlin 1 - 1 Mainz
0-1 Ridle Baku ('13 )
1-1 Marcus Ingvartsen ('33 )
Rautt spjald: Robert Andrich, Union Berlin ('41)

Sjá einnig:
Þýskaland: RB Leipzig og Hertha Berlín skildu jöfn
Athugasemdir
banner
banner
banner