Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 27. maí 2023 15:29
Aksentije Milisic
Þýskaland: Bayern er þýskur meistari ellefta árið í röð (Staðfest)
Musiala er hetja Bayern.
Musiala er hetja Bayern.
Mynd: EPA
Dortmund klúðraði þessu.
Dortmund klúðraði þessu.
Mynd: EPA
Union fer í Meistaradeild Evrópu.
Union fer í Meistaradeild Evrópu.
Mynd: EPA

Lokaumferðin í þýsku úrvaldsdeildinni fór fram í dag og gerðust ótrúlegir hlutir. Dortmund var með titilinn í sínum höndum fyrir umferðina en liðið mætti Mainz á heimavelli á meðan Bayern heimsótti Köln. Dortmund þurfti bara að treysta á sjálfa sig og vinna leikinn.


Hlutirnir byrjuðu ömurlega fyrir Dortmund en þeir gulklæddu voru tveimur mörkum undir í hálfleik og hafði Sebastien Haller klúðrað vítaspyrnu í stöðunni 0-1. Bayern Munchen var 0-1 yfir gegn Köln á útivelli svo það var Bayern sem var á toppi deildarinnar þegar flautað var til hálfleiks.

Raphael Guerreiro minnkaði muninn fyrir Dortmund þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka en Dortmund þurfti meira en það. Á 80. mínútu breyttist allt en þá jafnaði Ljubicic metin fyrir Köln gegn Bayern sem þýddi það að Dortmund var allt í einu komið á toppinn þrátt fyrir að vera enn marki undir.

Á 89. mínútu sló hins vegar þögn á Signal Iduna Park en þá bárust þær fréttir að Jamal Musiala væri búinn að koma Bayern í forystu gegn Köln. Það mark reyndist tryggja Bayern Munchen þýska titilinn ellefta árið í röð. Þvílíkt og önnur eins dramatík.

Dortmund jafnaði metin á sjöttu mínútu uppbótartímanns en það var alltof seint og Bayern er því meistari.

Union Berlin verður í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð í fyrsta skipti í sögu félagsins. Union vann Werder Bremen á heimavelli á meðan Freiburg tapaði gegn Frankfurt. Union endar því í fjórða sæti deildarinnar en Freiburg í því fimmta.

Frankfurt náði að komast upp fyrir Wolfsburg og í sjöunda sætið en Wolfsburg tapaði á heimavelli. Frankfurt mun því fá sæti í umspili fyrir Sambandsdeildina þó liðið tapi bikarúrslitaleik sínum gegn RB Leipzig.

Schalke 04 er fallið eftir tap gegn RB Leipzig en og þá náðu Bochum og Augsburg að halda sæti sínu í deildinni. Stuttgart endaði í 16. sætinu og mun mæta liði úr B-deildinni í umspili um laust sæti í efstu deild.

Stöðutaflan á eftir að uppfærast

Borussia D. 2 - 2 Mainz
0-1 Andreas Hanche-Olsen ('15 )
0-1 Sebastien Haller ('19 , Misnotað víti)
0-2 Karim Onisiwo ('24 )
1-2 Raphael Guerreiro ('69 )
2-2 Niklas Sule ('90 )

RB Leipzig 4 - 2 Schalke 04
1-0 Konrad Laimer ('10 )
2-0 Christopher Nkunku ('19 )
2-1 Marcin Kaminski ('28 )
2-2 Willi Orban ('49 , sjálfsmark)
3-2 Yussuf Poulsen ('82 )
4-2 Christopher Nkunku ('90 )

Union Berlin 1 - 0 Werder
1-0 Rani Khedira ('81 )

Koln 1 - 2 Bayern
0-1 Kingsley Coman ('8 )
1-1 Dejan Ljubicic ('81 , víti)
1-2 Jamal Musiala ('89 )

Borussia M. 2 - 0 Augsburg
1-0 Luca Netz ('3 )
2-0 Jonas Hofmann ('40 )
Rautt spjald: Robert Gumny, Augsburg ('45)

Eintracht Frankfurt 2 - 1 Freiburg
0-1 Vincenzo Grifo ('44 )
1-1 Randal Kolo Muani ('83 )
2-1 Eric Ebimbe ('90 )

Wolfsburg 1 - 2 Hertha
1-0 Jakub Kaminski ('2 )
1-1 Ibrahim Maza ('55 )
1-2 Marco Richter ('68 )

Bochum 3 - 0 Bayer
1-0 Philipp Forster ('19 )
2-0 Takuma Asano ('34 )
3-0 Kevin Stoger ('86 )
Rautt spjald: Amine Adli, Bayer ('8)

Stuttgart 1 - 1 Hoffenheim
0-1 Ihlas Bebou ('75 )
1-1 Tiago Tomas ('80 )


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner