Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. júlí 2021 09:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ragnar þarf 2-3 vikur - „Þá geta þeir ekki fallið"
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn eru fjórum stigum frá fallsæti.
Fylkismenn eru fjórum stigum frá fallsæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson lék ekki með Fylki þegar liðið tapaði 4-0 gegn KR í Pepsi Max-deildinni í gærkvöld.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Fylkir

Ragnar talaði um það í viðtali í síðustu viku að hann væri ekki löglegur með Fylki fyrr en í ágúst, en það passar ekki alveg. Hann var löglegur með liðinu í gær en ekki í leikformi.

„Ég er ekkert búinn að vera æfa fótbolta í tvo eða þrjá mánuði þannig að ég get ekki haldið því fram að ég sé í leikformi akkúrat núna. Ég er búinn að halda mér ágætlega við, búinn að vera hlaupa mikið í Köben og búinn að vera í ræktinni," sagði Ragnar í samtali við Fótbolta.net.

Hann er byrjaður að æfa með Fylki og verður klár eftir 2-3 vikur. Þetta sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í gær.

„Hann var á æfingu í gær og hann þarf 2-3 vikur til að koma sér í leikform," sagði Atli Svein.

Geta ekki fallið með Ragga Sig
Fylkir er fjórum stigum frá fallsæti. Það var rætt um komu Ragnars til Fylkis í Innkastinu í gær. Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson segir að Fylkir falli ekki með Ragnar í liðinu.

„Ef Raggi Sig kemur inn, þá geta þeir ekki fallið," sagði Gunnar en hægt er að hlusta á allt Innkastið hér að neðan.

„Það vita það allir að það er meiriháttar að fá hann. Þetta er leikmaður sem hefur spilað sem atvinnumaður í 15, spilað á EM og HM og staðið sig frábærlega alls staðar þar sem hann hefur verið. Hann verður frábær fyrir okkur líka," sagði Atli Sveinn.

Það gerir mikið fyrir ungt lið Fylkis að fá inn margreyndan landsliðsmann í vörnina. „Maður sá það strax á æfingu í gær að hann á bara eftir að styrkja okkur ótrúlega mikið."
Atli Sveinn: Það var saga leiksins frá byrjun
Innkastið - KR lék sér að bráðinni og ótrúleg úrslit suður með sjó
Athugasemdir
banner
banner
banner