Ásmundur þjálfari Fjölnis kom enn á ný í viðtal eftir tapleik í sumar eftir að FH sigraði hans menn í jöfnum baráttuleik. Saga sumarsins hjá Fjölni?
"Held það sé rétt hjá þér. Það er leiðinlegt að vera með sömu gömlu tugguna og menn eru auðvitað hrikalega svekktir að fá aldrei neitt út úr hlutunum þegar þú ert búinn að leggja þig mikið fram og tapar 1-0. Þetta er mjög svekkjandi sko!"
"Held það sé rétt hjá þér. Það er leiðinlegt að vera með sömu gömlu tugguna og menn eru auðvitað hrikalega svekktir að fá aldrei neitt út úr hlutunum þegar þú ert búinn að leggja þig mikið fram og tapar 1-0. Þetta er mjög svekkjandi sko!"
Fjölnismenn voru að berjast en mark úr föstu leikatriði réð úrslitum. Eftir að það kom virtist sjálfstraustið kveðja gestina.
"Þetta hefur verið að gerast í sumar, augnabliks einbeitingarleysi og í kjölfarið þá hugsanlega hafa menn ekki trúna í það að koma til baka en fram að því fannst mér frammistaðan mjög góð hjá liðinu."
Staðan hjá Fjölni er ekki góð. Það hlýtur að vera töluvert verk að pikka menn upp eftir leiki þessa dagana.
"Það er vissulega challenge en menn sýndu í dag að andinn er góður í liðinu og menn ætla að leggja sig fram út mótið og klára mótið með sæmd."
Fyrir hann sjálfan, hvernig er að hafa nú farið rúmt ár án þess að vinna keppnisleik í Íslandsmóti, farið að setjast á sálina?
"Þú getur rétt ímyndað þér. Ég held áfram með þetta verkefni en guð minn góður hvað þetta er erfitt að tapa leik eftir leik. Það vita það allir sem eru í þessu að við erum í þessu til þess að vinna og það að vinna ekki leik í svona langan tíma það sest að sjálfsögðu þungt á mig."
Nánar er rætt við Ásmund í viðtalinu sem fylgir. Því miður er ekki myndefni með en hljómfagrar raddir í aðalhlutverki.
Athugasemdir