Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 27. september 2020 17:22
Hilmar Jökull Stefánsson
Birkir Hlyns: Ekki alveg tilbúnar
Kvenaboltinn
Andri og Birkir, aðal- og aðstoðarþjálfari ÍBV.
Andri og Birkir, aðal- og aðstoðarþjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mætti með vængbrotið lið til leiks á Kópavogsvöll gegn einu besta liði landsins, Breiðabliki og tapaði leiknum 8-0. Andri Ólafs og Birkir Hlyns, þjálfarar Eyjastúlkna þurftu að tefla fram ansi ungu liði í dag gegn feiknarsterku liði Blika, er ekki erfitt fyrir þjálfara að fara inn í leik á þeim foresendum?

„Jú auðvitað er það erfitt skiluru, staðan er bara þannig að við höfum engra kosta völ og þessar stelpur eru góðar í fótbolta en þær voru kannski ekki alveg tilbúnar. Þær munu verða góðar.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 8 -  0 ÍBV

Hvað getur ÍBV liðið tekið út úr þessum leik?

„Við erum stoltir af stelpunum okkar sem lögðu sig fram í dag og tökum bara reynsluna út úr þessu. Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa 8-0 en þú veist, þetta fer bara í bankann. Bara áfram gakk.“

ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum meira en FH, sem situr í 9. sætinu en þessi lið mætast einmitt um næstu helgi.

„Við eigum leik við FH næstu helgi. Við ætlum okkur klárlega þrjú stig þar og vonandi slíta okkur frá þessari botnbaráttu. Við þurfum að ná okkur í nokkur stig í viðbót til að halda okkur í deildinni, við viljum vera í deild þeirra bestu.“

Byrjunarlið ÍBV hafði meðal annars að geyma eina fjórtán ára stúlku sem var að fá eldskírn sína í meistaraflokki en hún heitir Íva Brá Guðmundsdóttir og verður forvitnilegt að sjá hvað verður úr þeim leikmanni í framtíðinni.

„Við viljum spila á okkar eigin fólki og mín framtíðarsýn í boltanum í Eyjum er að við spilum á okkar fólki og styrkjum okkur þar sem við þurfum að styrkja okkur en gerum þetta á okkar eigin forsendum með okkar fólki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner