Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   sun 27. september 2020 17:22
Hilmar Jökull Stefánsson
Birkir Hlyns: Ekki alveg tilbúnar
Kvenaboltinn
Andri og Birkir, aðal- og aðstoðarþjálfari ÍBV.
Andri og Birkir, aðal- og aðstoðarþjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mætti með vængbrotið lið til leiks á Kópavogsvöll gegn einu besta liði landsins, Breiðabliki og tapaði leiknum 8-0. Andri Ólafs og Birkir Hlyns, þjálfarar Eyjastúlkna þurftu að tefla fram ansi ungu liði í dag gegn feiknarsterku liði Blika, er ekki erfitt fyrir þjálfara að fara inn í leik á þeim foresendum?

„Jú auðvitað er það erfitt skiluru, staðan er bara þannig að við höfum engra kosta völ og þessar stelpur eru góðar í fótbolta en þær voru kannski ekki alveg tilbúnar. Þær munu verða góðar.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 8 -  0 ÍBV

Hvað getur ÍBV liðið tekið út úr þessum leik?

„Við erum stoltir af stelpunum okkar sem lögðu sig fram í dag og tökum bara reynsluna út úr þessu. Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa 8-0 en þú veist, þetta fer bara í bankann. Bara áfram gakk.“

ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum meira en FH, sem situr í 9. sætinu en þessi lið mætast einmitt um næstu helgi.

„Við eigum leik við FH næstu helgi. Við ætlum okkur klárlega þrjú stig þar og vonandi slíta okkur frá þessari botnbaráttu. Við þurfum að ná okkur í nokkur stig í viðbót til að halda okkur í deildinni, við viljum vera í deild þeirra bestu.“

Byrjunarlið ÍBV hafði meðal annars að geyma eina fjórtán ára stúlku sem var að fá eldskírn sína í meistaraflokki en hún heitir Íva Brá Guðmundsdóttir og verður forvitnilegt að sjá hvað verður úr þeim leikmanni í framtíðinni.

„Við viljum spila á okkar eigin fólki og mín framtíðarsýn í boltanum í Eyjum er að við spilum á okkar fólki og styrkjum okkur þar sem við þurfum að styrkja okkur en gerum þetta á okkar eigin forsendum með okkar fólki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner