Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 27. september 2020 17:22
Hilmar Jökull Stefánsson
Birkir Hlyns: Ekki alveg tilbúnar
Kvenaboltinn
Andri og Birkir, aðal- og aðstoðarþjálfari ÍBV.
Andri og Birkir, aðal- og aðstoðarþjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mætti með vængbrotið lið til leiks á Kópavogsvöll gegn einu besta liði landsins, Breiðabliki og tapaði leiknum 8-0. Andri Ólafs og Birkir Hlyns, þjálfarar Eyjastúlkna þurftu að tefla fram ansi ungu liði í dag gegn feiknarsterku liði Blika, er ekki erfitt fyrir þjálfara að fara inn í leik á þeim foresendum?

„Jú auðvitað er það erfitt skiluru, staðan er bara þannig að við höfum engra kosta völ og þessar stelpur eru góðar í fótbolta en þær voru kannski ekki alveg tilbúnar. Þær munu verða góðar.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 8 -  0 ÍBV

Hvað getur ÍBV liðið tekið út úr þessum leik?

„Við erum stoltir af stelpunum okkar sem lögðu sig fram í dag og tökum bara reynsluna út úr þessu. Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa 8-0 en þú veist, þetta fer bara í bankann. Bara áfram gakk.“

ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum meira en FH, sem situr í 9. sætinu en þessi lið mætast einmitt um næstu helgi.

„Við eigum leik við FH næstu helgi. Við ætlum okkur klárlega þrjú stig þar og vonandi slíta okkur frá þessari botnbaráttu. Við þurfum að ná okkur í nokkur stig í viðbót til að halda okkur í deildinni, við viljum vera í deild þeirra bestu.“

Byrjunarlið ÍBV hafði meðal annars að geyma eina fjórtán ára stúlku sem var að fá eldskírn sína í meistaraflokki en hún heitir Íva Brá Guðmundsdóttir og verður forvitnilegt að sjá hvað verður úr þeim leikmanni í framtíðinni.

„Við viljum spila á okkar eigin fólki og mín framtíðarsýn í boltanum í Eyjum er að við spilum á okkar fólki og styrkjum okkur þar sem við þurfum að styrkja okkur en gerum þetta á okkar eigin forsendum með okkar fólki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner