Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 27. september 2020 17:22
Hilmar Jökull Stefánsson
Birkir Hlyns: Ekki alveg tilbúnar
Kvenaboltinn
Andri og Birkir, aðal- og aðstoðarþjálfari ÍBV.
Andri og Birkir, aðal- og aðstoðarþjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mætti með vængbrotið lið til leiks á Kópavogsvöll gegn einu besta liði landsins, Breiðabliki og tapaði leiknum 8-0. Andri Ólafs og Birkir Hlyns, þjálfarar Eyjastúlkna þurftu að tefla fram ansi ungu liði í dag gegn feiknarsterku liði Blika, er ekki erfitt fyrir þjálfara að fara inn í leik á þeim foresendum?

„Jú auðvitað er það erfitt skiluru, staðan er bara þannig að við höfum engra kosta völ og þessar stelpur eru góðar í fótbolta en þær voru kannski ekki alveg tilbúnar. Þær munu verða góðar.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 8 -  0 ÍBV

Hvað getur ÍBV liðið tekið út úr þessum leik?

„Við erum stoltir af stelpunum okkar sem lögðu sig fram í dag og tökum bara reynsluna út úr þessu. Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa 8-0 en þú veist, þetta fer bara í bankann. Bara áfram gakk.“

ÍBV er í 6. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum meira en FH, sem situr í 9. sætinu en þessi lið mætast einmitt um næstu helgi.

„Við eigum leik við FH næstu helgi. Við ætlum okkur klárlega þrjú stig þar og vonandi slíta okkur frá þessari botnbaráttu. Við þurfum að ná okkur í nokkur stig í viðbót til að halda okkur í deildinni, við viljum vera í deild þeirra bestu.“

Byrjunarlið ÍBV hafði meðal annars að geyma eina fjórtán ára stúlku sem var að fá eldskírn sína í meistaraflokki en hún heitir Íva Brá Guðmundsdóttir og verður forvitnilegt að sjá hvað verður úr þeim leikmanni í framtíðinni.

„Við viljum spila á okkar eigin fólki og mín framtíðarsýn í boltanum í Eyjum er að við spilum á okkar fólki og styrkjum okkur þar sem við þurfum að styrkja okkur en gerum þetta á okkar eigin forsendum með okkar fólki.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner