Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 27. september 2020 11:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cole öskraði á Wan-Bissaka: Kemst ekki upp með svona varnarleik
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka átti ekki frábæran dag í gær þegar Manchester United mætti Brighton. Solly March lét hægri bakvörðinn líta illa út í leiknum.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, varði sinn mann og gagnrýndi frekar varnarleikinn í heild í viðtali eftir leik en Joe Cole, fyrrum miðjumaður Chelsea og Liverpool, var harðorður í garð Wan-Bissaka.

„Við verðum að halda skipulagi betur og við gerðum ekki nóg úti vinstra megin til að stoppa fyrirgjafir þeirra. Við verðum að gera betur þar," sagði Solskjær um varnarleikinn í heild.

„Aaron er að bæta sig sem varnarmaður. Hann er einn sá besti einn á móti einum og hann vill læra og þannig mun hann bæta sig. Hann þurfti hjálp frá öðrum undir lokin þegar March jafnaði. Allir leikmenn í deildinni hafa sína styrkleika og veikleika og við þekkjum allir styrkleika Aaron. Einn af þeim er að vilja læra og bæta sig."

„Solly March fékk þessa stöðu mörgum sinnum í leiknum," sagði Cole á BT Sport.

„Ég er hér að horfa og ég öskraði á Wan-Bissaka: 'Fylgstu með fyrir aftan þig, kíktu yfir öxlina á þér!' Hann fékk viðvaranir."

„Einn af þeim hlutum sem við sáum 20 mínútum áður var hvernig Wan-Bissaka stóð í þessum fyrirgjöfum... hann var nappaður þrisvar eða fjórum sinnum þar sem hann staðsetti sig illa. Þú færð ekki að komast upp með svona varnarleik svona oft. Brighton átti skilið alla vega stig og þú vorkennir þeim eftir þessi úrslit."



Athugasemdir
banner
banner