Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
banner
   mið 27. september 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Orri Almarsson, varafyrirliði KFG, ræddi við Fótbolta.net í dag. Tveir dagar eru í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins sem fram fer á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið.

KFG, sem er í 2. deild, mætir Víði úr 3. deildinni og krefst Tómas þess að allavega 2-3000 manns úr Garðabæ mæti á leikinn.

Hann var spurður út í leiðina á Laugardalsvöll. KFG sló út Sindra, Augnablik, ÍH og KFA á leið sinni í úrslitaleikinn.

„Við mættum grönnum okkar í Augnablik, sem er alltaf mikill hiti, mikill nágrannaslagur. Við náðum að vinna það 2-0. Eigum við ekki bara að segja að það hafi verið þægilegt svona aðeins til að æsa í Blikunum," sagði Tómas.

Jón Arnar Barðdal skoraði sigurmark KFG í undanúrslitunum. Er hann ekki svolítið góður fyrir 2. deild?

„Hann er alltof góður fyrir 2. deild, ef út í það er farið. Hann gæti leikandi að mínu mati verið í hvaða liði sem er í Bestu deildinni, enda var hann lengi leikmaður HK."

„Það eru fleiri leikmenn sem gætu spilað hærra en stemningin og gleðin sem fylgir KFG... það er bara gaman að vera í KFG,"
sagði Tómas.

Viðtalið í heild sinni má sjá efst í spilaranum.

   27.09.2023 10:30
Rútuferð og upphitun á Ölveri hjá Víðismönnum - KFG á Dúllubarnum

   26.09.2023 12:40
Miðasala hafin á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins

Athugasemdir
banner