Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 27. september 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Orri Almarsson, varafyrirliði KFG, ræddi við Fótbolta.net í dag. Tveir dagar eru í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins sem fram fer á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið.

KFG, sem er í 2. deild, mætir Víði úr 3. deildinni og krefst Tómas þess að allavega 2-3000 manns úr Garðabæ mæti á leikinn.

Hann var spurður út í leiðina á Laugardalsvöll. KFG sló út Sindra, Augnablik, ÍH og KFA á leið sinni í úrslitaleikinn.

„Við mættum grönnum okkar í Augnablik, sem er alltaf mikill hiti, mikill nágrannaslagur. Við náðum að vinna það 2-0. Eigum við ekki bara að segja að það hafi verið þægilegt svona aðeins til að æsa í Blikunum," sagði Tómas.

Jón Arnar Barðdal skoraði sigurmark KFG í undanúrslitunum. Er hann ekki svolítið góður fyrir 2. deild?

„Hann er alltof góður fyrir 2. deild, ef út í það er farið. Hann gæti leikandi að mínu mati verið í hvaða liði sem er í Bestu deildinni, enda var hann lengi leikmaður HK."

„Það eru fleiri leikmenn sem gætu spilað hærra en stemningin og gleðin sem fylgir KFG... það er bara gaman að vera í KFG,"
sagði Tómas.

Viðtalið í heild sinni má sjá efst í spilaranum.

   27.09.2023 10:30
Rútuferð og upphitun á Ölveri hjá Víðismönnum - KFG á Dúllubarnum

   26.09.2023 12:40
Miðasala hafin á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins

Athugasemdir