Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 26. september 2023 12:40
Elvar Geir Magnússon
Miðasala hafin á úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir og KFG mætast í úrslitum Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli á föstudagskvöld, 29. september klukkan 19:15. Miðasala á leikinn er hafin og hægt er að tryggja sér miða á tix.is.

Tryggðu þér miða hérna

Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 2000 kr. fyrir 17 ára og eldri.

Leið Víðis í úrslitaleikinn
Víðismenn enduðu í 4. sæti 3. deildarinnar í sumar. Þeir sátu hjá í 1. umferð Fótbolti.net bikarsins en komu inn í 16-liða úrslitum þar sem þeir rúlluðu 5-1 yfir Hvíta Riddarann.

Í 8-liða úrslitum vann Víðir 2-0 sigur gegn Völsungi og svo 2-1 sigur gegn KFK í undanúrslitum á laugardaginn.

Leið KFG í undanúrslitum
Knattspyrnufélag Garðabæjar endaði í 8. sæti 2. deildarinnar í sumar. Liðið rúllaði yfir Sindra 5-1 í 1. umferð Fótbolti.net bikarsins og vann svo 2-0 útisigur gegn grönnum sínum í Augnabliki í 16-liða úrslitum.

KFG mætti svo ÍH í Hafnarfirði í 8-liða úrslitum, sá leikur endaði 2-2 og fór alla leið í vítakeppni þar sem KFG vann 3-2 sigur. Liðið fór austur í undanúrslitum og vann gríðarlega öflugan 1-0 útisigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner