Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. október 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund vill kaupa yngri bróður Bellingham
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Þýska félagið Borussia Dortmund hefur áhuga á því að kaupa Jobe Bellingham frá Birmingham. Þetta herma heimildir Bild.

Jobe er yngri bróðir Jude Bellingham, sem hefur slegið í gegn með Dortmund. Jobe er 16 ára gamall og þykir mikið efni, líkt og bróðir sinn.

Báðir Bellingham-bræðurnir ólust upp hjá Birmingham. Jobe hefur spilað vel með unglingaliðunum upp á síðkastið og er viðloðandi aðalliðið þrátt fyrir ungan aldur.

Það mun örugglega heilla hann að fara til Þýskalands og vera í sama félagi og bróðir sinn.

Jude, sem er 18 ára miðjumaður, valdi Dortmund fram yfir Manchester United og fleiri félög í fyrra. Frammistaða hans með Dortmund hefur skilað honum sæti í enska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner