Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   sun 27. október 2024 18:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matti Villa óvænt á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingurinn Matthías Vilhjálmsson er á varamannabekknum í úrslitaleik Víkings og Breiðabliks sem hefst klukkan 18:30.

Matti hefur glímt við meiðsli að undnförnu en er á varamannabekknum og tekur þátt í upphitun leiksins.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Matti er 37 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur komið við sögu í einungis einum leik frá því hann meiddist í lok júlí. Hann kom inn á í bikarúrslitaleiknum en meiddist aftur í kjölfarið.

Ekki var búist við því að hann yrði í hópnum í dag. Hann getur í kvöld orðið Íslandsmeistari í sjötta sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner