Víkingurinn Matthías Vilhjálmsson er á varamannabekknum í úrslitaleik Víkings og Breiðabliks sem hefst klukkan 18:30.
Matti hefur glímt við meiðsli að undnförnu en er á varamannabekknum og tekur þátt í upphitun leiksins.
Matti hefur glímt við meiðsli að undnförnu en er á varamannabekknum og tekur þátt í upphitun leiksins.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik
Matti er 37 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur komið við sögu í einungis einum leik frá því hann meiddist í lok júlí. Hann kom inn á í bikarúrslitaleiknum en meiddist aftur í kjölfarið.
Ekki var búist við því að hann yrði í hópnum í dag. Hann getur í kvöld orðið Íslandsmeistari í sjötta sinn.
Athugasemdir