Dani Carvajal, fyrirliði Real Madrid, er á leið í aðgerð á hné og verður frá út árið.
Þessi 33 ára gamli bakvörður fann fyrir óþægindum eftir sigur Real Madrid gegn Barcelona í gær en hann kom inn á sem varamaður.
Þessi 33 ára gamli bakvörður fann fyrir óþægindum eftir sigur Real Madrid gegn Barcelona í gær en hann kom inn á sem varamaður.
Talið er að hann verði frá næstu sex vikurnar og mun því ekki vera klár fyrr en í janúar. Leikurinn gegn Barcelona var hans fyrsti síðan hann meiddist gegn Atletico Madrid fyrir mánuði síðan.
Federico Valverde byrjaði í hægri bakverði gegn Barcelona en Trent Alexander-Arnold var á bekknum en hann var einnig að snúa til baka eftir meiðsli.
Athugasemdir


