Gul veðurviðvörun verður í gildi þegar Íslenska kvennalandsliðið mætir því Norður-Írlandi annað kvöld. Viðvarirnar voru gefnar út á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 18 á morgun til hádegis á miðvikudag.
„Líkur á snjókomu eða slyddu, staðbundið talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum,“ segir á Vedur.is.
Í kvöldfréttum á Sýn í gærkvöldi var greint frá því að útlit væri fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum, en eitthvað virðist hafa verið dregið úr þeirri spá.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, var spurður út í hvort að hann hefði áhyggjur af veðurskilyrðunum fyrir leikinn á blaðamannafundi landsliðsins fyrr í dag.
„Áhyggjur og ekki áhyggjur, þetta er mál sem við stjórnum ekki. Undirbúningurinn í dag var slíkur og það er leikur á morgun klukkan sex. Þegar við vöknum á morgun undirbúum við okkur að við séum að fara spila leikinn klukkan sex. Það er það eina sem við stefnum að.
Þetta hlutur sem við stjórnum ekkert, við ætlum ekki að fara pirra okkur á þessu eða vera í einhverjum vangaveltum hvort það verði leikur eða ekki.
Við undirbúum okkur undir það að það verði leikur, sama hvaða aðstæður við þurfum að takast á við. Við verðum klár í það. Það er annarra manna vandamál um hvernig þeir ætla að láta leikinn fara fram, ef það verður eitthvað vesen,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.


