Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mán 27. október 2025 18:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjónsson var kynntur sem nýr þjálfari Fylkis í dag en margir Fylkismenn mættu á kynninguna. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

„Það er frábær mæting á þessa kynningu, Fylkismenn að fjölmenna sem sýnir að menn vilja gera hlutina vel. Ég er þakklátur fyrir það. Spennandi leikmannahópur og spennandi klúbbur," sagði Heimir.

„Síðasta tímabil voru vonbrigði. Það er mitt að sjá til þess að það gerist ekki aftur."

Ætlar þú að fara upp með Fylki á fyrsta ári?

„Það er allltaf þannig í næst efstu deild að það er verið að keppa um að falla eða komast upp. Auðvitað vill Fylkir vera í baráttu um að komast upp. Það sem við þurfum að hugsa fyrst er að búa til samkeppnishæft lið, búa til góða liðsheild og sjá hvert það leiðir okkur. Ef þú lítur yfir leikmannahópinn þá eru hæfileikarnir heldur betur til staðar," sagði Heimir.

Heimir gerir ekki ráð fyrir því að það verði miklar breytingar á leikmannahópnum.

„Það verða einhverjar breytingar en þegar ég leit yfir leikmannahópinn þá er grunnurinn góður og það er mikið af bæði góðum og efnilegum leikmönnum, við þurfum að virkja þá," sagði Heimir.

Hann heillaðist mikið af hugmyndafræði félagsins.

„Við erum búnir að eiga samtöl á undan. Meistaraflokksráð Fylkis hrifu mig strax þegar þeir fóru að kynna hugmyndirnar. Það kom skýrt fram á þeim fundi að þeir vissu strax hvert þeir vildu fara og hvernig þeir ætluðu að gera það og af hverju árangurinn náðist ekki í fyrra. Ég heillaðist af því," sagði Heimir.

„Hér eru forsendur til að byggja eitthvað upp og gera góða hluti. Ég leit svolítið í það. Ég er búinn að vinna fullt af titlum. Það er kominn tími til að hugsa öðruvísi og búa til eitthvað."
Athugasemdir
banner