Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, sýndi af sér mikla íþróttamennsku í leik liðsins við Persepolis í Meistaradeild Asíu í kvöld.
Snemma leiks dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu á Persepolis fyrir brot á Ronaldo.
Portúgalinn var ekki sammála og bað dómarann um að draga ákvörðun sína til baka.
Leikmaður Persepolis fór í tæklingu og datt Ronaldo í kjölfarið en engin eða lítil snerting virtist eiga sér stað.
Staðan er enn markalaus en Al-Nassr er manni færri eftir að Ali Lajami var rekinn af velli á 17. mínútu.
Here’s the full replay of Cristiano Ronaldo being awarded a penalty and then asking for the referee to disallow it as it was wrongly given.pic.twitter.com/WaVHg0hYD8
— GC (@GettyCristiano) November 27, 2023
Athugasemdir