Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferguson berst við Pereira og Lampard
Mynd: Getty Images
Eigendur Everton taka þrjá menn á fund í dag. Rafa Benítez var rekinn sem stjóri liðsins á dögunum og Everton er í leit af eftirmanni hans.

Þeir þrír sem koma til greina eru Vitor Fereira, Frank Lampard og Duncan Ferguson.

Sá síðastnefndi er bráðabirgðarstjóri þessa stundina en samkvæmt heimildum Sky Sports kemur til greina að hann geri langtíma samning við félagið.

Það hefur verið rætt um að Frank Lampard sé líklegastur til að taka við. Pereira er ekki vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins en þeir vilja alls ekki sjá hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner