sun 28. febrúar 2021 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Graham Hansen við Söru: Lærði svo mikið af þér
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir og Caroline Graham Hansen, tvær af bestu fótboltakonum í heimi, áttu gott spjall saman á dögunum í tilefni af því að minna en 500 dagar eru í Evrópumót kvenna sem fer fram í Englandi.

Sara er fyrirliði íslenska landsliðsins og Graham Hansen er lykilmaður í norska landsliðinu. Þær eru fyrrum liðsfélagar hjá Wolfsburg í Þýskalandi.

Þær töluðu saman í beinni útsendingu á Instagram en sú norska hrósaði þeirri íslensku mjög á meðan spjallinu stóð.

„Þegar þú ert í þínum gír, guð minn góður," sagði Graham Hansen.

„Þú ert magnaður leikmaður en þú nærð alltaf að standa þig vel þegar pressan er mikil. Þú vilt vinna og gerir það rétt. Þú setur allt þitt út á völlinn. Þegar við spiluðum saman hjá Wolfsburg lærði ég svo mikið af þér," sagði norska landsliðskonan jafnframt.

Sara spilar í dag með Evrópumeisturum Lyon og Graham Hansen er á mála hjá Barcelona.

Sjá einnig:
Sara Björk við Hansen: Framtíðin björt hjá íslenska landsliðinu


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner