Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hudson-Odoi handlék boltann innan teigs en ekkert dæmt
Ekki víti.
Ekki víti.
Mynd: Getty Images
Núna er í gangi stórleikur Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan er enn markalaus en dómarinn er einu sinni búinn að fara í VAR-skjáinn í fyrri hálfleiknum.

Stuart Atwell, dómari, skoðaði það hvort Man Utd ætti að fá vítaspyrnu eftir að Callum Hudson-Odoi snerti boltann með hendi innan teigs.

Hann skoðaði atvikið nokkrum sinnum en á meðan voru leikmenn Chelsea fyrir aftan hann að láta sínar skoðanir í ljós varðandi mögulega vítaspyrnu.

Atwell komst að lokum að þeirri niðurstöðu að dæma ekki vítaspyrnu. Þetta þótti umdeild ákvörðun þar sem Hudson-Odoi snerti boltann augljóslega með höndinni og var ekki með höndina í náttúrulegri stöðu.

Hérna má sjá myndband af atvikinu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner