Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. febrúar 2021 13:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lee Mason ekki fjórði dómari í kvöld
Mynd: Getty Images
Lee Mason verður ekki fjórði dómari á leik Sheffield United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

John Brooks leysir Mason af hólmi en Jonathan Moss verður aðaldómari í leiknum.

Mason kveðst hafa meiðst í leik sem hann dæmdi í gær, leik Brighton og West Brom.

Mason fékk mikla gagnrýni fyrr atvik sem átti sér stað í leiknum. Brighton skoraði mark beint úr aukaspyrnu sem var dæmt af. Mikil reykistefna var í kringum markið sem Lewis Dunk skoraði á 29. mínútu. Sam Johnstone, markvörður West Brom, var enn að gera sig klárann en þá flautaði Mason og Dunk tók spyrnuna.

Markið var dæmt af fyrst, Mason breytti um skoðun og dæmdi mark. Þá hópuðust leikmenn WBA að honum. VAR skoðaði atvikið gaumgæfilega og í kjölfarið var ákveðið að dæma ekki mark. Mjög furðulegt allt saman.

Dunk, sem skoraði markið, sagði í viðtali eftir leikinn að ákvörðun Lee Mason hafi verið til skammar.

Mason átti að vera fjórði dómari í kvöld en getur það ekki vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner