Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 28. júlí 2021 13:57
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: Frakkar niðurlægðir - Svona verða 8-liða úrslitin
Pedri og félagar unnu sinn riðil.
Pedri og félagar unnu sinn riðil.
Mynd: Getty Images
Gestgjafarnir í Japan voru eina liðið sem vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppni fótboltamóts Ólympíuleikanna. Liðið rúllaði yfir Frakkland 4-0 í Yokohama.

Frakkar eru á heimleið en vörn þeirra var hriplek á leikunum og fengu þeir á sig alls ellefu mörk í þremur leikjum.

Hiroki Sakai, Takefusa Kubo, Koki Miyoshi og Daizen Maeda skoruðu mörk japanska liðsins sem mun leika gegn Nýja-Sjálandi í 8-liða úrslitunum.

Mexíkó tryggði sér annað sætið í A-riðli með 3-0 sigri gegn Suður-Afríku sem tapaði öllum leikjum sínum í riðlinum.

Egyptaland mun mæta Brasilíu í 8-liða úrslitum eftir að hafa hafa tryggt sér annað sæti C-riðils með 2-0 sigri gegn Ástralíu. Spánn vann riðilinn en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Argentínu.

Mikel Merino kom Spáni yfir í þeim leik en jöfnunarmark Tomas Belmonte dugði ekki argentínska liðinu til að koma í veg fyrir að enda í þriðja sæti og falla úr leik. Spánverjar eiga leik framundan gegn Fílabeinsströndinni.

Leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram á laugardag.

8-liða úrslit:
Japan - Nýja-Sjáland
Mexíkó - Suður-Kórea
Egyptaland - Brasilía
Spánn - Fílabeinsströndin
Athugasemdir
banner
banner
banner