Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. september 2020 21:15
Aksentije Milisic
Liverpool skorað 400 mörk í úrvalsdeildinni undir stjórn Klopp
Mynd: Getty Images
Liverpool vann góðan sigur á Arsenal í kvöld í ensku úrvalsdeildinni.

Gestirnir komust yfir í fyrri hálfleiknum en Liverpool svaraði með tveimur mörkum fyrir leikhlé. Það var síðan nýji leikmaðurinn Diogo Jota sem gulltryggði sigurinn undir lok leiks.

Það sem er áhugavert við þennan sigur er það að nú hefur liðið skorað 400 mörk í úrvalsdeildinni síðan Jurgen Klopp tók við liðinu í október árið 2015.

Þá varð Jota 33 leikmaðurinn sem skorar í úrvalsdeildinni undir stjórn Klopp.

Síðasta tap Liverpool á Anfield í deildinni kom gegn Crystal Palace árið 2017 þar sem gamli Liverpool maðurinn Christian Benteke gerði tvennu.
Athugasemdir
banner
banner