Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. september 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Konate byrjaður að æfa eftir tveggja mánaða fjarveru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ibrahima Konate miðvörður Liverpool hefur ekkert getað leikið með liðinu á þessu tímabili vegna meiðsla sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu.


Nú í landsleikjahléinu hafa leikmenn sem ekki fóru með landsliðum sínum í verkefni nýtt tímann og æft vel með félagsliðum sínum. Konate var mættur á æfingu Liverpool í fyrsta sinn í u.þ.b tvo mánuði.

Það má búast við því að Jurgen Klopp stjóri liðsins muni fara varlega með Konate þar sem Virgil van Dijk, Joel Matip og Joe Gomez eru allir heilir.

Liverpool hefur leik eftir landsleikjafríið á laugardaginn þegar liðið mætir Brighton þar sem Roberto De Zerbi stýrir Brighton í fyrsta sinn. Konate verður væntanlega ekki til taks þá.


Athugasemdir
banner
banner
banner