mið 28. september 2022 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikir: Sinisterra sneri stöðunni við - Darwin skoraði
Darwin Nunez var á skotskónum.
Darwin Nunez var á skotskónum.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Raphinha skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu gegn Túnis.
Raphinha skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu gegn Túnis.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það hefur farið mikið af vináttulandsleikjum fram á síðustu dögum landsleikjahlésins og skoraði Brasilía fimm mörk í stórsigri gegn Túnis í gærkvöldi.


Raphinha, Richarlison og Neymar afgreiddu Túnis í fyrri hálfleik og var staðan 4-1 í leikhlé og Túnis orðnir leikmanni færri vegna rauðs spjalds

Son Heung-min gerði eina mark leiksins í sigri Suður-Kóreu gegn Kamerún á meðan nágrannarnir frá Japan gerðu markalaust jafntefli við Ekvador.

Íran og Senegal skildu þá jöfn. Sadio Mane og Idrissa Gana Gueye voru í byrjunarliði Senegal sem komust yfir þökk sé sjálfsmarki en Sardar Azmoun, framherji Bayer Leverkusen, jafnaði.

Salomon Rondon skoraði í þægilegum sigri Venesúela gegn Sameinuðu arabísku Furstadæmunum á meðan Paragvæ gerði jafntefli við Marokkó.

Brasiía 5 - 1 Túnis
1-0 Raphinha ('11)
1-1 Montassar Talbi ('18)
2-1 Richarlison ('19)
3-1 Neymar ('29, víti)
4-1 Raphinha ('40)
5-1 Pedro ('74)
Rautt spjald: D. Bronn, Túnis ('42)

Suður-Kórea 1 - 0 Kamerún
1-0 Son Heung-min ('35)

Japan 0 - 0 Ekvador

Íran 1 - 1 Senegal
0-1 M. Pouraliganji ('55, sjálfsmark)
1-1 Sardar Azmoun ('64)

Arabísku Furstadæmin 0 - 4 Venesúela
0-1 J. Savarino ('18)
0-2 Salomon Rondon ('25)
0-3 J. Chancellor ('34)
0-4 J. Martinez ('77)

Paragvæ 0 - 0 Marokkó

Bandaríkin gerðu þá markalaust jafntefli við Sádí-Arabíu á meðan Darwin Nunez skoraði eftir stoðsendingu frá Luis Suarez í sigri Úrúgvæ gegn Kanada. 

Síle þurfti mörk frá kempunum Alexis Sanchez og Arturo Vidal til að ná jafntefli við Katar. Hinn eftirsótti Ben Brereton Diaz kom inn af bekknum og gaf stoðsendinguna fyrir Vidal skömmu síðar. Þá tapaði Ísrael óvænt gegn Möltu.

RIyad Mahrez skoraði af vítapunktinum í sigri Alsíringa á meðan Bertrand Traore, leikmaður Aston Villa á láni í Istanbúl, setti sigurmark Búrkína Fasó og Aboubakar Kamara, fyrrum leikmaður Fulham, skoraði í sigri Máritaníu.

Að lokum áttust Mexíkó og Kólumbía við í hörkuslag þar sem Mexíkó komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Luis Sinisterra, nýr kantmaður Leeds, kom inn af bekknum fyrir Radamel Falcao í hálfleik og gjörbreytti gangi mála.

Sinisterra skoraði tvennu á upphafsmínútum síðari hálfleiks áður en Wilmar Barrios skoraði stórglæsilegt sigurmark sem er hægt að sjá með að smella hér fyrir neðan.

Sjáðu geggjað sigurmark Kólumbíu

Bandaríkin 0 - 0 Sádí-Arabía

Kanada 0 - 2 Úrúgvæ
0-1 N. De La Cruz ('6)
0-2 Darwin nunez ('33)

Katar 2 - 2 Síle
0-1 Alexis Sanchez ('37)
1-1 A. Afif ('59)
2-1 H. Al Haydos ('67)
2-2 Arturo Vidal ('78)

Malta 2 - 1 Ísrael
0-1 B. Natcho ('32, víti)
1-1 A. Satariano ('84)
2-1 F. Apap ('87)

Alsír 2 - 1 Nígería
0-1 Terem Moffi ('9)
1-1 Riyad Mahrez ('41, víti)
2-1 Youcef Atal ('61)

Búrkína Fasó 2 - 1 Kómoreyjar 
1-0 I. Dayo ('60)
2-0 Bertrand Traore ('73)
2-1 F. Selemani ('92)

Máritanía 2 - 0 Vestur-Kongó
1-0 I. Thiam ('46)
2-0 Aboubakar Kamara ('48)

Kólumbía 3 - 2 Mexíkó
0-1 A. Vega ('6)
0-2 G. Arteaga ('29)
1-2 Luis Sinisterra ('49)
2-2 Luis Sinisterra ('52)
3-2 Wilmar Barrios ('68)

El Salvador 1 - 4 Perú

Úsbekístan 1 - 2 Kosta Ríka

Brúnei 1 - 0 Laos

Bangladess 1 - 3 Nepal

Víetnam 3 - 0 Indland

Indónesía 2 - 1 Curacao

Miðbaugs Gínea 2 - 2 Tógó

Barein 0 - 2 Panama

Austur-Kongó 3 - 0 Síerra Leóne

Madagaskar 3 - 1 Benín

Suður-Afríka 1 - 0 Botsvana

Líbía 2 - 1 Tansanía

Egyptaland 3 - 0 Líbería

Níkaragva 0 - 1 Gana

Hondúras 2 - 1 Gvatemala


Athugasemdir
banner
banner