Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
   fim 28. september 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Pétur stýrir Val til 2026 (Staðfest)
Ekki tvö heldur þrjú ár í viðbót.
Ekki tvö heldur þrjú ár í viðbót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Val og mun því halda áfram þjálfun meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

Orðrómur var á kreiki um að Pétur myndi yfirgefa félagið eftir tímabilið en hann hefur ná kveðið niður þann orðróm með því að skrifa undir nýjan samning.

Pétur hefur verið þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val frá árinu 2018 og náð mögnuðum árangri með liðið, fimm stórir titlar á fimm árum.

Liðið varð Íslandsmeistari undir hans stjórn 2019, 2021, 2022 og svo núna í ár 2023. Þá vann liðið bikarmeistaratitilinn í fyrra.

„Við hlökkum til að áframhaldandi samstarfs!“ segir í tilkynningu Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Athugasemdir
banner
banner