Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   mán 28. október 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Túfa talar um stand leikmanna - „Veit hvað þarf til að verða aftur samkeppnishæfir"
'Þurfum að hafa aðeins öðruvísi samsetningu á hópnum'
'Þurfum að hafa aðeins öðruvísi samsetningu á hópnum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Valur er þannig klúbbur að það er alltaf kraf að berjast um titla og við ætlum að gera það á næsta ári'
'Valur er þannig klúbbur að það er alltaf kraf að berjast um titla og við ætlum að gera það á næsta ári'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar í ár sem voru vonbrigði á þeim bænum, menn á Hlíðarenda ætluðu sér titilinn í ár og var mikið lagt í liðið.

Gylfi Þór Sigurðsson sagði að Valsmenn yrðu að laga varnarleikinn til að komast ofar og Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem er þjálfari liðsins, ræddi einnig um komandi tíma.

Valur vann síðast titil 2020 þegar Heimir Guðjónsson var þjálfari liðsins og Túfa aðstoðarmaður hans.

„Það er mikið verk að vinna fyrir okkur, þurfum að leggja mikla vinnu á okkur, hafa aðeins öðruvísi samsetningu á hópnum. Það voru mikil meiðsli og margir frá, við þurfum að koma okkur í toppstand og þú gerir það bara með harðri vinnu. Við tökum þennan sigur gegn ÍA með okkur, tökum gott frí og svo mætum við sterkir til baka."

„Valur er þannig klúbbur að það er alltaf kraf að berjast um titla og við ætlum að gera það á næsta ári."


Túfa skrifaði undir þriggja ára samning þegar hann tók við Val í byrjun ágúst.

„Mér líst mjög vel á framhaldið. Ég var heppinn að vera hér þegar Valur vann sinn síðasta titil, var hér með Heimi Guðjónssyni, og veit hvað þarf til að verða aftur samkeppnishæfir og fara í alvöru samkeppni við Víking, Breiðablik, og kannski fleiri lið á næstu árum. Það er komin ný stjórn núna og með þeim kemur ný ákefð, vilji til að gera hlutina aðeins öðruvísi og ég er með á hreinu hvernig við viljum gera þetta á næstu árum. Við þurfum að leggja hart að okkur þegar við byrjum aftur og vera samkeppnishæfir um alla titla á næsta ári," sagði Túfa.
Erfitt sumar hjá Val - „Ég er ekki ánægður sjálfur heilt yfir“
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner