Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. nóvember 2020 13:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Einhver besti dagur sögunnar hjá Maupay haters"
Mynd: Getty Images
Neal Maupay vill að öllum líkindum gleyma fyrri hálfleiknum gegn Liverpool sem allra fyrst.

Maupay var í byrjunarliði Brighton í hádegisleiknum í dag og fékk tækifæri til að koma Brighton yfir úr vítaspyrnu á 20. mínútu eftir að Neco Williams hafði gerst brotlegur.

Maupay skaut framhjá úr vítinu og var eðlilega svekktur. Tveimur mínútum síðar þurfti hann að yfirgefa völlinn vegna meiðsla sem bætti við svekkelsið. Vítaspyrnuna má sjá hér að neðan.

Liðnar eru 38 mínútur af leiknum og staðan er markalaus. Mo Salah virtist vera koma Liverpool yfir en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu á 35. mínútu, mjög tæpt.

„Einhver besti dagur sögunnar hjá Maupay haters," skrifaði Ríkharð Óskar Guðnason, starfsmaður Sýnar, á Twitter.

Smelltu hér til að sjá vítapsyrnuna




Athugasemdir
banner
banner