Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. nóvember 2020 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verða tveir saman aðalþjálfarar hjá Stjörnunni
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson var á línunni í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag og var farið um víðan völl í spjalli við hann.

Þorvaldur lét nýlega af störfum hjá KSÍ þar sem hann þjálfaði U19 og U17 landsliðin. Hann er nú kominn til Stjörnunnar þar sem hann starfar við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar.

Stjarnan var síðasta sumar með tveggja þjálfara kerfi þar sem Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson voru báðir aðalþjálfarar. Ólafur lét af störfum eftir tímabilið en kerfið verður áfram; Þorvaldur verður aðalþjálfari ásamt Rúnari.

„Ég er að fara að vera, ásamt Rúnari, aðalþjálfari í meistaraflokki Stjörnunnar," sagði Þorvaldur.

„Það segir sig samt sjálft að Rúnar er búinn að vera lengi þarna, og ég kem inn til að byrja með og styð hann. Að sama skapi er ég að koma með mína þekkingu og mínar áherslur til að bæta og hjálpa honum. Liðinu líka og félaginu, innan sem utan vallar. Það er mitt hlutverk, við hlustum á hvorn annan."

Þorvaldur er að koma frá KSÍ þar sem hann og Davíð Snorri Jónasson unnu náið saman í yngri landsliðunum.

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Þorvaldur Örlygs ræðir um stöðu íslenska boltans
Athugasemdir
banner
banner