Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 28. nóvember 2023 13:00
Elvar Geir Magnússon
Fer illa með bakið á honum ef hann er að æfa þetta
Bruno og Garnacho.
Bruno og Garnacho.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en United mætir Galatasaray í Meistaradeildinni á morgun. Afskaplega mikilvægur leikur en United er úr leik ef liðið tapar.

Það var létt yfir Bruno á fundinum og hann sló á létta strengi, meðal annars þegar hann var spurður út í magnað hjólhestaspyrnumark Alejandro Garnacho gegn Everton.

Bruno var spurður að því hvort argentínska ungstirnið væri að æfa þessa tækni?

„Ég hreinlega veit ekki hvort hann sé að æfa þetta. Það færi illa með bakið á honum ef hann er að gera það!“ svaraði Bruno léttur.

Ánægja með leiðtogahæfileika mína
Fyrir nokkrum vikum, þegar illa gekk hjá United, voru einhverjir sparkspekingar að efast um leiðtogahæfileika Bruno Fernandes og kölluðu jafnvel eftir því að fyrirliðabandið yrði tekið af honum.

„Það er eðlilegt að vera gagnrýndur þegar þú ert hjá Man United. Maður þarf bara að höndla það. Þegar ég kom fyrst voru eintóm blóm en þegar frammistaðan er ekki eins og fólk vill þá hækka væntingarnar alltaf. Ef maður heldur ekki sama fjölda marka eða stoðsendinga þá heyrist alltaf eitthvað," segir Bruno.

„Ég hef hegðað mér eins síðan ég kom fyrst til félagsins, það breyttist ekki þegar ég varð fyrirliði. Allir hér eru nokkuð ánægðir með leiðtogahæfileika mína."
Athugasemdir
banner
banner
banner