Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   þri 28. nóvember 2023 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Ingi fær mikið hrós - „Ég finn til með drengnum"
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason hefur fengið mikið hrós eftir leik Midtjylland og Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Midtjylland og skoraði Sverrir í leiknum.

Á 32. mínútu gerðist óhugnanlegt atvik er Alexander Lind, leikmaður Silkeborg, fór af miklu afli með hnéið í höfuð Martin Fraisl, markvörð, Midtjylland.

Markvörðurinn missti meðvitund í skamma stund en var kominn með meðvitund rétt áður en hann var borinn af velli og fluttur á sjúkrahús.

Lind fékk að líta rauða spjaldið fyrir þetta háskalega brot og var gráti næst er hann gekk af velli, enda umhugað um heilsu markvarðarins. Sverrir sá um að hughreysta Lind og hefur íslenski miðvörðurinn fengið mikið hrós fyrir það. Sverrir ræddi við Viaplay eftir leikinn og talaði þar um atvikið.

„Þetta er erfið staða þar sem þeir voru báðir að renna sér í átt að boltanum. Ég finn til með drengnum þar sem þetta var ekki ætlunin hjá honum, ég veit það alveg. Hann er ungur og á framtíðina fyrir sér. Ég veit að hann ætlaði sér ekki að meiða neinn en svona gerist í fótboltanum," sagði Sverrir.

„Það sem skiptir mestu máli er að það er allt í lagi með Martin. Við þurfum að standa saman þegar svona gerist."

Sverri var mikið hrósað á samfélagsmiðlum fyrir að hughreysta Lind. Blaðamaðurinn Gisle Thorsen skrifar við myndband af atvikinu: „Íslendingar eru almennt mjög indælir. Ingason, leikmaður FC Midtjylland, gerir ekkert til að afsanna það hérna."

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner