Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 27. nóvember 2023 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Hughreysti andstæðinginn eftir óhugnanlegt atvik
Sverrir Ingi stappaði stálinu í Lind
Sverrir Ingi stappaði stálinu í Lind
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Midtjylland, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 4-1 sigrinum á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, en hann var einnig í því að hughreysta andstæðinginn í leiknum.

Á 32. mínútu gerðist óhugnanlegt atvik er Alexander Lind, leikmaður Silkeborg, fór af miklu afli með hnéið í höfuð Martin Fraisl, markvörð, Midtjylland.

Markvörðurinn missti meðvitund í skamma stund en var kominn með meðvitund rétt áður en hann var borinn af velli og fluttur á sjúkrahús.

Lind fékk að líta rauða spjaldið fyrir þetta háskalega brot og var gráti næst er hann gekk af velli, enda umhugað um heilsu markvarðarins, en Sverrir Ingi sá til þess að hughreysta hann.

Samkvæmt frétt Bold.dk fékk Fraisl hálskraga, en gat gengið sjálfur inn í sjúkrabílinn og fór því betur en á horfðist.


Athugasemdir
banner
banner
banner