Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   sun 29. janúar 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Morgan Schneiderlin til Ástralíu (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Varnarsinnaði miðjumaðurinn Morgan Schneiderlin, sem á 15 landsleiki að baki fyrir Frakkland og lék fyrir Southampton, Manchester United og Everton í ensku úrvalsdeildinni, er genginn til liðs við Sydney Wanderers í ástralska boltanum.


Hinn 33 ára gamli Schneiderlin fer til Sydney á lánssamningi en verður svo frjáls ferða sinna þegar honum lýkur. Frakkinn á aðeins nokkra mánuði eftir af samningi sínum við Nice sem lánar hann út til að lækka launakostnaðinn sinn.

Schneiderlin hefur ekki komið við sögu með Nice á tímabilinu en hann lék 59 leiki á tveimur fyrstu árunum. 

Miðjumaðurinn varð bikarmeistari með Man Utd og gengur til liðs við Sydney sem er í þriðja sæti deildarinnar. 

Schneiderlin vann einnig til silfurverðlauna með Frakklandi á EM 2016 og var þá partur af liði Nice sem tapaði úrslitaleik franska bikarsins. Hjá Southampton var hann valinn besti leikmaður tímabilsins 2012-13.


Athugasemdir
banner
banner