Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fös 29. maí 2015 13:16
Arnar Daði Arnarsson
Gulli Gull: Þarf ekki að svara neinu myndbandi
Gunnleifur markvörður Blika.
Gunnleifur markvörður Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Honum finst þetta greinilega skemmtilegt, það er hans mál.
,,Honum finst þetta greinilega skemmtilegt, það er hans mál."
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Einu taplausu lið Pepsi-deildarinnar, Breiðablik og Stjarnan mætast á sunnudaginn á Kópavogsvelli.

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks, lék sinn 200. leik í efstu deild í síðustu umferð segir leikinn á sunnudaginn vera verðugt verkefni.

„Þetta verður hörkuleikur. Íslandsmeistararnir eru að koma til okkar, taplausir í langan tíma og við verðum að eiga okkar besta leik til að vinna."

„Byrjunin hjá okkur hefur verið þokkaleg. Við erum taplausir á tímabilinu og höfum unnið tvo leiki í röð. Ég er nokkuð sáttur," segir Gunnleifur. Breiðablik hafa unnið síðustu tvo leiki í deildinni og því hlýtur að vera mikið sjálfstraust í hópnum.

„Það eru allir í góðum gír og okkur líður vel. Allt er þetta eins og best er á kosið."

Gunnleifur hefur haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum. Hann segir uppleggið fyrir alla leiki vera að reyna halda markinu hreinu. „Það er auðvitað best ef þú þarft bara að skora eitt mark til að vinna leikina."

Í morgun birtist myndband á Fótbolta.net af Ólafi Karli Finsen leikmanni Stjörnunni. Þar ráfaði hann um klefa Breiðabliks í vikunni og stal til að mynda stáltakkaskóm Gunnleifs. Gunnleifur segist litla sem enga skoðun hafa á þessu myndbandi.

„Ég hef enga skoðun á þessu. Hann gerir það sem hann vill. Honum finst þetta greinilega skemmtilegt, það er hans mál."

„Hvernig ætla ég að svara þessu inn á vellinum? Ég þarf ekki að svara neinu myndbandi inn á vellinum. Ég reyni að gera mitt besta eins og alltaf. Ég þarf ekki að svara einu né neinu."

En telst það ekki furðulegt að leikmenn úr öðrum liðum séu að ráfa um í klefum annarra liða?

„Það finnst það einhverjum, sumum ekki," sagði Gunnleifur að lokum.

Sjáðu myndbandið af Óla Kalla sem Fótbolta.net fékk sent í morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner