Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fös 29. maí 2015 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kalli sektar Blika og stelur skónum hans Gulla
Sprelligosinn, Ólafur Karl Finsen.
Sprelligosinn, Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Stjarnan mætast í stórleik 6. umferðar í Pepsi-deild karla á sunnudaginn. Bæði lið eru með níu stig í 3. og 4. sæti deildarinnar. Þau eru einu taplausu liðin í deildinni.

Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar hefur farið vel af stað með Stjörnunni í sumar og skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum. Hann er byrjaður að undirbúa sig vel fyrir leikinn.

Í gær fór hann nýjar leiðir í undirbúning fyrir leik og tók með sér myndatökumann. Þeir tóku upp myndband í klefa Blika sem Fótbolti.net fékk sent en afraksturinn af því má sjá hér að ofan.

Til að mynda sektar hann vel og rækilega, leikmenn Breiðabliks í sektarsjóðsbókinni þeirra og að lokum stelur hann skrúfutakkaskónum hans Gunnleifs Gunnleifssonar, markmanns Blika, í þeirri von að Gulli noti aðra skó í leiknum og meiri líkur verði á að hann renni á vellinum.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á sunnudaginn og flautað verður til leiks klukkan 20:00. Það verður spennandi að sjá hvernig Blikarnir taka á móti Óla Kalla á vellinum og í stúkunni á sunnudaginn.

Sjón er sögu ríkari og við mælum eindregið með myndbandinu hér að ofan sem við fengum sent.
Athugasemdir
banner
banner