Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   fös 29. maí 2015 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kalli sektar Blika og stelur skónum hans Gulla
Sprelligosinn, Ólafur Karl Finsen.
Sprelligosinn, Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Stjarnan mætast í stórleik 6. umferðar í Pepsi-deild karla á sunnudaginn. Bæði lið eru með níu stig í 3. og 4. sæti deildarinnar. Þau eru einu taplausu liðin í deildinni.

Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar hefur farið vel af stað með Stjörnunni í sumar og skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjunum. Hann er byrjaður að undirbúa sig vel fyrir leikinn.

Í gær fór hann nýjar leiðir í undirbúning fyrir leik og tók með sér myndatökumann. Þeir tóku upp myndband í klefa Blika sem Fótbolti.net fékk sent en afraksturinn af því má sjá hér að ofan.

Til að mynda sektar hann vel og rækilega, leikmenn Breiðabliks í sektarsjóðsbókinni þeirra og að lokum stelur hann skrúfutakkaskónum hans Gunnleifs Gunnleifssonar, markmanns Blika, í þeirri von að Gulli noti aðra skó í leiknum og meiri líkur verði á að hann renni á vellinum.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á sunnudaginn og flautað verður til leiks klukkan 20:00. Það verður spennandi að sjá hvernig Blikarnir taka á móti Óla Kalla á vellinum og í stúkunni á sunnudaginn.

Sjón er sögu ríkari og við mælum eindregið með myndbandinu hér að ofan sem við fengum sent.
Athugasemdir