Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 29. maí 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Carragher sammála stuðningsmönnum Everton - „Leikmennirnir eiga ekki að komast upp með þetta“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Everton bjargaði sér frá falli annað árið í röð og það á lokasprettinum en Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, segir stöðuna hræðilega fyrir félagið.

Tvö ár eru síðan Everton var að berjast í efri hlutanum undir stjórn Carlo Ancelotti en þegar hann hvarf á braut fór allt niður á við.

Það var ekki bara það, heldur hvernig Everton fjárfesti á markaðnum og glórulausar ákvarðanir stjórnarmanna. Stuðningsmenn Everton hafa kallað eftir því að stjórnin hverfi af braut en Carragher vill einnig benda á að leikmennirnir eru þeir sem spila leikinn og þeir voru ekki að gera mikið gagn.

„Ég var mjög ánægður að það hafi verið þessi tilfinning á Goodison Park að stuðningsmenn áttu ekki að fagna þessu. Ég er frá þessari borg og Everton hefur ekki verið að spila yfir getu í langan tíma, en það er skelfilegt að koma sér í þessa stöðu tvö ár í röð.“

„Það er vandræðalegt þegar ég heyri leikmennina segja að skuldbindingin og hugarfarið hafi komið þeim yfir línuna. Everton á ekki að vera í þessari stöðu, með þessa leikmenn og miðað við allan peninginn sem félagið hefur eytt. Þetta eru yfir 700 milljónir punda. Ég get skilið það að leikmönnum er létt en ekki missa ykkur í fögnuðinum.“

„Þessir leikmenn hafa komist upp með ýmislegt á þessu tímabili því augun hafa verið á eigandanum og þeir sem stjórna félaginu. Það var kallað eftir því að reka stjórnina eftir leikinn og ég er sammála því, en leikmennirnir hafa verið hræðilegir, gjörsamlega skelfilegir og þeir eiga ekki heldur að fá að komast upp með það,“
sagði Carragher.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner