Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ólíklegt að Zirkzee fari til Roma
Mynd: EPA
Viðræður Roma og Man Utd um Joshua Zirkzee hafa siglt í strand eftir að Ruben Amorim var látinn taka pokann sinn.

Ricky Massara, yfirmaður fótboltamála hjá Roma, segir að Man Utd vilji ekki losa sig við Zirkzee að svo stöddu.

„Varðandi Zirkzee, þá hefur Manchester United lokað alveg fyrir allar umræður um félagaskiptamarkaðinn á þessari stundu, þar sem þeir vilja engar breytingar út af þjálfaraskiptunum. Það virðist því mjög ólíklegt að þeir skipti um skoðun," sagði Massara.

Evan Ferguson er á láni hjá Roma frá Brighton en hann hefur skorað fimm mörk í 19 leikjum og hefur ekki staðist væntingar.

„Hann er hérna og er að hjálpa okkur og er að bæta sig, hann er ungur og kom úr annarri deild. Hann bætir sig stöðugt, við vonum að hann verði hérna út tímabilið en við sjáum til," sagði Massara.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn

Athugasemdir
banner
banner