Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
banner
   lau 10. janúar 2026 18:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þungavigtarbikarinn: Njarðvík vann grannaslaginn - Stjarnan lagði HK
Alex Freyr Elísson var hetja Njarðvíkur
Alex Freyr Elísson var hetja Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn
Það voru tveir leikir í Þungavigtarbikarnum í dag. Njarðvík og Keflavík mættust í grannaslag í A-riðli og HK fékk Stjörnuna í heimsókn í Kórinn í B-riðli.

Símon Logi Thasaphong kom Njarðvík yfir í Reykjaneshöllinni en Eiður Orri Ragnarsson jafnaði metin. Alex Freyr Elísson var hetja Njarðvíkur þegar hann skoraði úr vítaspyrnu.

Það var hörku leikur í Kórnum þar sem Stjarnan fór með eins marks sigur af hólmi.

Njarðvík 2-1 Keflavík
1-0 Símon Logi Thasaphong
1-1 Eiður Orri Ragnarsson
2-1 Alex Freyr Elísson (v)

HK 2-3 Stjarnan
Mörk HK: Þorvaldur Smári Jónsson og Ívar Örn Jónsson
Mörk Stjörnunnar: Birnir Snær Ingason, Bjarki Hauksson og Adolf Daði Birgisson.


Athugasemdir
banner