Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. júlí 2021 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr búningur Íslendingaliðs Venezia fær mikið lof
Bjarki Steinn leikur með Venezia.
Bjarki Steinn leikur með Venezia.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Venezia mun á næstu leiktíð taka þátt í ítölsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 20 ár.

Það er mikil spenna fyrir tímabilinu. Félagið var að gefa út nýjan keppnisbúning sinn og hefur hann fengið mikið lof. Það er Kappa sem framleiðir búninginn.

Það er hægt að kaupa búninginn á vefsíðu Venezia en í augnablikinu er ekki hægt að nálgast hann í stærð M, L og XL; hann er uppseldur í þeim stærðum.

Fjórir Íslendingar eru á mála hjá Venezia, sem tryggði sér sæti í Seríu A á síðustu leiktíð. en Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason spila með aðalliðinu.

Jakob Franz Pálsson fór á láni til félagsins frá Þór í febrúar og var síðan keyptur í sumar. Valur lánaði þá Kristófer Jónsson í Venezia á dögunum en þeir koma til með að spila með unglinga- og varaliði félagsins. Hilmir Rafn Mikaelsson mun þá ganga til liðs við félagið frá Fjölni á næstu dögum.

Þá er Arnór Sigurðsson á leið til félagsins. Mikið Íslendingafélag!

Hér að neðan má sjá dæmi um viðbrögðin á samfélagsmiðlum.








Athugasemdir
banner
banner