Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 29. júlí 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ajax að krækja í sóknarmann sem Football Manager spilarar elska
Lorenzo Lucca.
Lorenzo Lucca.
Mynd: Getty Images
Ajax í Hollandi er núna að eltast við sóknarmanninn hávaxna, Lorenzo Lucca.

Hann er liðsfélagi Hjartar Hermannssonar hjá Pisa í ítölsku B-deildinni. Lucca, sem er 21 árs, gerði sex mörk í 17 deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Samkvæmt ítalska fjölmiðlamanninum Gianluca Di Marzio þá var leikmaðurinn búinn að ná samkomulagi við ítalska úrvalsdeildarfélagið Bologna en núna hafa hlutirnir breyst fyrst Ajax er komið inn í myndina.

Ajax er búið að bjóða betur og Lucca er sagður spenntur fyrir því að fara til Hollands og þróa leik sinn enn frekar.

Football Manager spilarar ættu að kannast vel við Lucca, sem er 2,01 á hæð. Hann er virkilega öflugur í nýjustu útgáfu tölvuleiksins vinsæla.
Athugasemdir
banner