Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   þri 29. júlí 2025 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa: Blikar aftur til Bosníu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Öllum leikjum dagsins er lokið í Evrópukeppnum þar sem tíu lið mættu til leiks í forkeppni Meistaradeildarinnar og sex lið í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

FC Kaupmannahöfn tryggði sig áfram í næstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar með sigri á útivelli gegn Drita í Kósovó en Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í hóp vegna meiðsla. Andreas Cornelius gerði eina mark leiksins.

Danirnir fara áfram eftir samanlagðan 3-0 sigur, en í kvöld unnu þeir með einu marki gegn engu.

Finnarnir í liði KuPS eru þá úr leik eftir hrikalegan fyrri hálfleik gegn Kairat Almaty í Kasakstan. KuPS var tveimur mörkum yfir eftir fyrri leikinn en Kasakarnir komust í þriggja marka forystu í kvöld.

Gestirnir frá Finnlandi áttu engin svör og sköpuðu sér lítið í síðari hálfleiknum þrátt fyrir að halda boltanum vel innan liðsins. Lokatölur 3-2 samanlagt.

Dynamo Kyiv fer auðveldlega áfram í næstu umferð eftir samanlagðan 6-0 sigur rétt eins og Crvena zvezda, Rauða stjarnan, sem vinnur samanlagt 6-1.

Að lokum er Slovan Bratislava komið áfram í næstu umferð eftir einvígi gegn Zrinjski Mostar. Slóvakarnir í liði Slovan unnu 4-0 á heimavelli og mættu því til leiks með góða forystu í kvöld.

Staðan var markalaus allt þar til á lokakaflanum þegar fjögur mörk voru skoruð. Bosníumennirnir í Zrinjski gerðu fyrstu tvö mörkin með stuttu millibili eftir að hafa verið sterkari aðilinn, en gestirnir frá Bratislava sýndu gæðin sín með því að skora tvö mörk og jafna þannig metin.

David Strelec, sem er 24 ára og á 17 leiki að baki í Serie A, gerði bæði mörkin til að jafna leikinn og gulltryggja sigur í einvíginu. Samtals 6-2.

Þetta þýðir að Zrinjski dettur niður í forkeppni fyrir Evrópudeildina og spilar þar við Breiðablik.

Þetta er í annað sinn sem félögin mætast í forkeppni Evrópudeildarinnar á þremur keppnistímabilum. Zrinjski hafði betur í ágúst 2023 og vann samanlagt 6-3.

Leiknum úti í Bosníu lauk með 6-2 sigri heimamanna og svo unnu Blikar heimaleikinn 1-0.

Í forkeppni Sambandsdeildarinnar komust Levadia, Differdange og Olimpija Ljubljana áfram í næstu umferð.

Kairat 3 - 0 KuPS (3-2 samanlagt)
1-0 Dastan Satpaev ('9 )
2-0 Jorginho ('29 )
3-0 Valeri Gromyko ('43 )

Drita FC 0 - 1 FC Kobenhavn (0-3 samanlagt)
0-1 Andreas Cornelius ('42 )
Rautt spjald: Liridon Balaj, Drita FC (Kosovo) ('27)

Dynamo Kyiv 3 - 0 Hamrun Spartans (6-0 samanlagt)
1-0 Vladyslav Vanat ('28 )
2-0 Volodymyr Brazhko ('35 )
3-0 Taras Mykhavko ('82 )

Crvena Zvezda 5 - 1 Lincoln (6-1 samanlagt)
1-0 Aleksandar Katai ('8 )
2-0 Mirko Ivanic ('16 )
3-0 Bruno Duarte ('37 )
4-0 Felicio Milson ('44 )
4-1 Tjay De Barr ('53 )
4-1 Nano ('65 , Misnotað víti)
5-1 Cherif Ndiaye ('75 )

Zrinjski 2 - 2 Slovan Bratislava (2-6 samanlagt)
1-0 Nemanja Bilbija ('72 , víti)
2-0 Jakov Pranjic ('76 )
2-1 David Strelec ('80 )
2-2 David Strelec ('87 )

Iberia 1999 2 - 2 Levadia T (2-3 samanlagt)
1-0 Guram Goshteliani ('40 )
1-1 Carlos Torres ('48 )
2-1 Derek Agyakwa ('87 )
2-2 Robert Kirss ('109 )

Differdange 1 - 0 TNS (2-0 samanlagt)
1-0 Samir Hadji ('68 , víti)

Inter Escaldes 1 - 1 Olimpija Ljubljana (3-5 samanlagt)
0-1 Diogo Pinto ('42 )
1-1 Martin Calderon ('55 )
Athugasemdir
banner
banner