Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslandsvinurinn Asmir Begovic í Leicester (Staðfest)
Begovic hefur verið með markvarðarskóla á Íslandi síðastliðin tvö ár.
Begovic hefur verið með markvarðarskóla á Íslandi síðastliðin tvö ár.
Mynd: Toggipop
Íslandsvinurinn Asmir Begovic er ekki á þeim buxunum að hætta strax en hann hefur núna samið við Leicester.

Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og spilar í Championship-deildinni á komandi tímabili.

Begovic kemur til með að vera þriðji markvörður Leicester á eftir Mads Hermansen og Jakub Stolarczyk eins og staðan er núna.

Hermansen er þó orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal West Ham.

Begovic er orðinn 38 ára gamall en hann var síðast á mála hjá Everton.

Hann spilaði fyrir Martí Cifuentes, nýjan stjóra Leicester, hjá QPR 2023-24 tímabilið.

Begovic hefur undanfarin tvö ár verið með markvarðarskóla í Úlfarsárdalnum við góðar undirtektir.
Athugasemdir
banner
banner