Nú stendur yfir leikur Stjörnunnar og Aftureldingar í Bestu deildinni. Athygli vakti að hinn reynslumikli Steven Caulker fór ekki beint í byrjunarliðið en Stjarnan lagði mikið kapp á að fá hann til félagsins.
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var spurður að því í viðtali við Sýn fyrir leik hvort hann væri ekki klár í að byrja enn?
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var spurður að því í viðtali við Sýn fyrir leik hvort hann væri ekki klár í að byrja enn?
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 Afturelding
„Jú jú, hann hefur komið sterkur inn sem þjálfari og leikmaður. Hann hefur komið sterkur inn en í síðasta leik var varnarlínan það eina sem ég sá framfarir í svo ég ákvað að halda henni og sjá hvort við sjáum enn framfarir þar," sagði Jökull í viðtalinu við Sýn.
Jökull segist hafa verið ánægður með varnarlínuna í síðasta leik, sem var 1-0 tap gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.
Miðvörðurinn Sindri Þór Ingimarsson fór meiddur af velli á 37. mínútu en athygli vakti að Caulker kom hinsvegar ekki inn af bekknum. Samúel Kári Friðjónsson fór niður í miðvörðinn og Gummi Baldvin kom inn af bekknum og inn á miðjuna. Þegar þessi frétt er skrifuð er Afturelding marki yfir og manni færri.
Athugasemdir